RDF_fb_event.jpg

Programme 2025

Ástríðuverknaður“ — Reykjavík Dance Festival er hér!

Í ár er meginstef Reykjavík Dance Festival ást - eða öllu heldur ástríðuverknaður, the labour of love.

Starf sem sinnt er af ástríðu er hvorki mjúkt né hverfult. Rétt eins og vinna dansarans kallar það á aga, andóf og alúð. Ástríða er tekin fram yfir völd, umburðarlyndi fram yfir sundurlyndi, frið fram yfir stríð. Slíkt starf krefst iðni, skuldbindingar, þrautseigju.

Saga dans á Íslandi sýnir okkur hversu brothætt gleðin getur verið í skugga feðraveldis og siðvendni. Árið 1745 var sett á svokallað skemmtibann sem ætlað var að kæfa niður dans í almannarými og þurrka hann út úr daglegu lífi. Og þó lifði dansinn af. Hann lifði inni á heimilum, í hálfhvísluðum töktum og sporum sem gengu manna á milli, og í sögum af álfum og huldufólki sem dansaði langt fram á nótt. Á meðan fólki var bannað að stíga dans dunaði dansinn ávallt áfram í ímyndunaraflinu og neitaði að hverfa.

Upp úr þessum brotum var danshefðin byggð upp á ný. Á 19. og 20. öld stóðu konur í fararbroddi með hugsjónina eina að vopni, auk seiglu og staðfestri trú á að nú skyldi skapa grundvöll fyrir dans sem listform á Íslandi. Vinna þeirra - oft ósýnileg og vanmetin - byggði þann grunn sem við stöndum á í dag.

Þetta er arfleifðin sem við fögnum. Reykjavík Dance Festival 2025 er tileinkuð dansformæðrum og -feðrum okkar; þeim sem neituðu að láta þurrka sig út, sem unnu af ástríðu og festu að því að skapa rými fyrir gleði og samstöðu, sem gerðu dansinn að leið til að lifa af.

Í fimm daga komum við saman og krefjumst þess að vera sýnileg. Við tökum okkur nú pláss þar sem dans var eitt sinn bannaður, vanræktur, talinn ómerkilegur. Við dönsum til þess að varðveita gleði, samheldni og menningarminni. Um leið sýnum við samstöðu með dönsurum og samfélögum um víða veröld sem eiga á hættu að þurrkast út - allt frá Úkraínu og Palestínu til hvers einasta staðar þar sem gleðin, menningarsagan og lífið sjálft sæta árásum.

Reykjavík Dance Festival 2025 er ekki bara samansafn sýninga. Hátíðin er samkoma. Fögnuður. Andspyrna. Sameiginleg staðfesting þess að dans skipti máli og að ástríðufull vinna sé einmitt það sem geri hann mögulegan.

Velkomin.

Labour of Love“ — Reykjavík Dance Festival is here!

This year’s Reykjavík Dance Festival carries the theme of love - or more specifically, the labour of love.

The labour of love is not soft or fleeting. Much like the work of the dancer, it demands rigour, resistance, and care. It insists on passion over power, tolerance over divisiveness, and peace over war. It is a practice, a commitment, a daily act of persistence.

The history of dance in Iceland shows us how fragile joy can be under patriarchal and puritanical powers. In 1745, the Skemmtibann — the festivities ban — sought to silence public dancing and erase it from daily life. And yet dance survived. It lived in domestic spaces, in whispered rhythms and shared steps, and in the folklore of elves and hidden people who danced long into the night. When dancing was forbidden for humans, it continued in imagination, refusing disappearance.
From these margins, dance was rebuilt. In the 19th and 20th centuries, pioneering women worked with nothing but vision, resilience, and determination to create the foundations of dance as an art form in Iceland. Their labour — often invisible, often undervalued — built the ground on which we stand today.

This is the lineage we celebrate. Reykjavík Dance Festival 2025 is dedicated to our dancing ancestors: those who resisted erasure, who worked with passion and rigour to make space for joy and togetherness, and who transformed dance into a practice of survival as much as art.
For five days we gather to insist on being visible. Where dance was once banned, neglected, or dismissed, we now claim space. We dance to preserve joy, communality, and cultural memory. And we extend our solidarity to dancers and communities across the world whose traditions are threatened by erasure — from Ukraine and Palestine to every place where joy, cultural history and life itself is under attack.

Reykjavík Dance Festival 2025 is not just a programme of performances. It is a gathering. A celebration of joy. A refusal to disappear. A collective insistence that dance matters, and that the labour of love is what makes it possible.

Welcome.

RDF teymið / The RDF Team: Brogan and Pétur - Listrænir stjórnendur / Artistic Directors
Andrea, Katie and Marta - Framleiðendur / Producers
Juliette - Tæknistjóri / Technical Director

Sjáðu hátíðardagskrána dag fyrir dag hér / See the festival program day by day

Beint í miðasölu / Straight to tix
 

SVIÐSVERK

〰️

PERFORMANCES

〰️

SVIÐSVERK 〰️ PERFORMANCES 〰️

Alter Eygló /

Alter Eygló -

Frumsamin karókítónlist, fjárfesting til framtíðar / Original Karaoke music, investment to the future.

Charlie Khalil Prince

the body symphonic

ERROR:gender

Íslenski dansflokkurinn / Iceland Dance Company

Flóðreka / Flood Debris

Katrín Gunnarsdóttir

Soft Shell

Shōnen company

Forme(s) de vie

Áhugaleikhús atvinnumanna

Kærleiks gjörð
20 ára afmælis gjörningur!

Dikie Istorii

Solus Break

Felix Urbina Alejandre /Beautiful Accidents

Látið blómin tala / Song of the Rebel Flower

Íslenski dansflokkurinn / Iceland Dance Company

HRINGIR ORFEUSAR og annað slúður / THE ORPHIC CIRCLES and other Gossip

Marble Crowd

Árið án sumars / A Year Without Summer

Olga Dukhovna

Swan Lake Solo

Rósa Ómarsdóttir

Sérstæðan

Beauty and the Beast

The Selkie Poetry Reading

DBL BILL / Bertine Bertelsen Fadnes & Leevi Mettinen

Emerging: DIE TRYING & zero tolerance

Helle Siljeholm

Waiting for the Elves

Juliette Louste Company

FLÆKT

Margrét Sara Guðjónsdóttir

Screen work: Boundless Ominous Fields

Olga Dukhovna

Hopak

Valgerður Rúnarsdóttir

Dansgenið / The Dance Gene

Birta Ásmundsdóttir

DEILDIN

Bíbí & Blaka

Vera og vatnið / Vera and the Water

SAMFÉLAG

〰️

COMMUNITY

〰️

SAMFÉLAG 〰️ COMMUNITY 〰️

Opnunarhátíð
/


Opening party

Baby Rave

Joss Turnbull

Late night concerts

Dunce 4.issue

Dunce Magazine

Pitch session

Sviðslistamiðstöð & RDF

Hátíðar partí
/

Festival party

VINNUSTOFUR

〰️

WORKSHOPS

〰️

VINNUSTOFUR 〰️ WORKSHOPS 〰️

Olga Dukhovna

Legal Dance - Workshop

Shōnen company

Forme(s) de vie workshop