Erna Ómarsdóttir + Íslenski Dansflokkurinn (IS)
HRINGIR ORFEUSAR og annað slúður
Miðvikudagur 12. nóvember 20:00 - 22:00
Stóri salur, Borgarleikhúsið
7300 ISK
Aðgengi: Borgarleikhúsið er með hjólastólaaðgengi og aðgengileg salerni
Viðvörun vegna framsetningar: Í sýningunni á köflum er hár styrkur á hljóði og öskur. Einnig eru notuð blikkandi ljós og reykur á köflum.
Hver á „Gullna reyfið?“ Hvaðan koma allir snákarnir? Hefur Evridís yfirleitt áhuga á að snúa aftur til fyrra lífs? Hvernig dansar maður orð eða talar í dansi? Hvernig sjáum við tónlist, heyrum við myndlist, hvernig varð tungumálið til? Og af hverju dönsum við eiginlega í hringi?
Goðsögnin um listamanninn Orfeus hefur lifað um aldir. Sögur um ást hans til Evridísar, ferðalög til undirheima, um ævintýri hans og Argóarfaranna og um samneyti hans við Bakkynjurnar eru til í ýmsum útgáfum. Þessi vinsæli efniviður rekur þó rætur sínar til enn eldri sagna um gyðjuna Demetru sem sá á eftir dóttur sinni Persefónu í hendur Hadesar.
Í nýju verki Íslenska dansflokkins, „Hringir Orfeusar og annað slúður”, er gerð tilraun til þess að túlka þessar sagnir sem fjalla oftar en ekki um eilífa hringrás vaxtar og hrörnunar og nota til þess aðferðir hinna ýmsu listgreina. Sjónum er beint að umbreytingum, listsköpun og því ferli sem fætt hefur af sér hugmyndina um snillinginn Orfeus – manninn sem dáleiðir allt kvikt með söng sínum og nærist á sorginni.
Erna Ómarsdóttir útskrifaðist frá PARTS í Brussel árið 1998 og hefur síðan unnið sem dansari, koreógraf og listrænn stjórnandi bæði á Íslandi og erlendis. Hún starfaði með belgískum og alþjóðlegum danshópum, stofnaði leikhópana Ekki og Poni og árið 2008 Shalala ásamt Valdimar Jóhannssyni, með sem hún hefur einnig haldið úti hljómsveitinni LAZYBLOOD. Hún hefur samið fjölmörg verk fyrir Íslenska dansflokkinn, þar á meðal We Are All Marlene Dietrich For, Transaquania-verkefnin, Black Marrow, At Dusk We Embrace, Örævi og The Best of Darkness, mörg í samstarfi við Damien Jalet, Gabríelu Friðriksdóttur, Valdimar Jóhannsson og tónlistarmenn á borð við Ben Frost og Sigur Rós. Sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins frá 2015 hefur hún staðið að umfangsmiklum verkefnum á borð við Fórn (2017) og alþjóðleg samstarfsverk á borð við AION, DuEls, Orfeus+Eurydike, The Juliet Duet og Notes And Steps From the Underworld. Hún hefur unnið náið með Björk, Jóhanni Jóhannssyni, Olafuri Arnalds og fleirum, hlotið níu Grímuverðlaun, verið tilnefnd til FAUST-verðlaunanna og öðlast víðtækan alþjóðlegan orðstír fyrir frumlega og ögrandi sýn á dans og sviðslistir.
Listrænn stjórnanddi/höfundur/danshöfundur: Erna Ómarsdóttir
Aðstoðardanshöfundur/dramatúrgísk ráðgjöf/æfingastjórn: Aðalheiður Halldórsdóttir
Dansarar: Elín Signý Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Una Björg Bjarnadóttir
Tónlist: Skúli Sverrisson & Valdimar Jóhannsson
Hljóðhönnun: Valdimar Jóhannsson, Skúli Sverrisson & Jón Örn Eiríksson
Dramatúrg: Bjarni Jónsson
Sviðmynd og leikmunir: Gabríela Friðriksdóttir
Búningar: Karen Briem
Ljósahönnuður: Pálmi Jónsson
Tónlist: Skúli Sverrisson & Valdimar Jóhannsson
Hljóðhönnun: Valdimar Jóhannsson, Skúli Sverrisson & Jón Örn Eiríksson
Myndbandsvörpun og tæknistjórn: Valdimar Jóhannsson
Verkið er unnið í nánu samstarfi við dansara Íslenska dansflokksins. Dansarar: Andrean Sigurgeirsson, Bjartey Elín Hauksdóttir, Diljá Sveinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Inga Maren Rúnarsdóttir, Saga Kjerulf Sigurðardóttir, Shota Inoue
Lúðrasveit: SVOM (Skólahljómsveit Veturbæjar og Miðbæjar)
Útsetning fyrir lúðrasveit: Ingi Garðar Erlendsson
Stjórnendur lúðrasveitar: Ingi Garðar Erlendsson og Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir
Sviðsstjóri: Laufey Haraldsdóttir
Sviðsmaður: Heba Sól Baldursdóttir
Aðstoð við táknmálstúlkun: Margrét Baldursdóttir
Aðstoð við gerð búninga, sviðsmyndar og leikmuna: Helga Jóakimsdóttir og Alexía Rós Gylfadóttir
Sérstakar þakkir: Hlynur Páll Pálsson, Una Björg Bjarnadóttir, Charmene Pang og leikarar í upprunalegu uppfærslunni í Freiburg.
Erna Ómarsdóttir + Icelandic dancecompany (IS)
THE ORPHIC CIRCLES and other Gossip
Wednesday 12th November 20:00 - 22:00
The main stage, Borgarleikhúsið
7300 ISK
Access: Borgarleikhúsið has wheelchair access and accessible toilets
The show features high levels of sound and screaming at times. Flashing lights and smoke are also used.
Who owns the “Golden Fleece?” Where do all the snakes come from? Does Eurydice even want to return to her former life? How does one dance words or speak through dance? How do we see music, hear visual art, where did language originate? And why do we dance in circles?
The legend of Orpheus, the artist, has stood the test of time. Tales of his love for Eurydice, his journeys to the underworld, his adventures with the Argonauts, and his encounters with the Maenads exist in various versions. However, this popular material has its roots in even older stories about the goddess Demeter, who watched her daughter Persephone taken into the hands of Hades.
In Iceland Dance Company’s new work, “The Orphic Circles and Other Gossip,” an attempt is made to interpret these myths—which so often revolve around the eternal cycle of growth and decay, using methods from various art forms. Focus is placed on transformations, artistic creation, and the process that gave rise to the idea of Orpheus as a genius—the man who hypnotizes all living things with his song and feeds on sorrow.
Erna Ómarsdóttir, a graduate of PARTS (Brussels, 1998), is a renowned Icelandic choreographer and dancer who has performed worldwide with leading companies such as Troubleyn, Ballet C de la B, and Sidi Larbi Cherkaoui, while also co-founding collectives like Ekki, Poni, and Shalala. She has collaborated extensively with composers and artists including Jóhann Jóhannsson, Ben Frost, Sigur Rós, and Björk, creating works such as IBM 1401 – A User’s Manual, Black Marrow, and the Darkness Series. Since 2015, she has served as artistic director of the Iceland Dance Company, where she has directed landmark productions including Njála (which earned her the Icelandic Performing Arts Award), SACRIFICE, Romeo and Juliet (Munich, 2018), AION (with Anna Thorvaldsdóttir), and DuEls (with Damien Jalet, winner of Norway’s SUBJEKT Award). Her recent works include Notes and Steps from the Underworld (2023, Berlin) and The Juliet Duet (2021, Leipzig). With more than two decades of touring and critically acclaimed creations, she is celebrated for her interdisciplinary collaborations spanning dance, music, visual art, and film, and has received the Iceland Performing Arts Awards nine times.
Artistic Director/Creator/Choreographer: Erna Ómarsdóttir
Assistant Choreographer / Dramaturgical Consultant / Rehearsal Director: Aðalheiður Halldórsdóttir
Dramaturg: Bjarni Jónsson
Set and Props Design: Gabríela Friðriksdóttir
Costumes: Karen Briem
Lighting Designer: Pálmi Jónsson
Music: Skúli Sverrisson & Valdimar Jóhannsson
Sound Design: Valdimar Jóhannsson, Skúli Sverrisson, & Jón Örn Eiríksson
Video Projection and Technical Direction: Valdimar Jóhannsson
The piece was created in close collaboration with the dancers of the Iceland Dance Company.
Dancers: Andrean Sigurgeirsson, Bjartey Elín Hauksdóttir, Diljá Sveinsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Inga Maren Rúnarsdóttir, Saga Kjerulf Sigurðardóttir, Shota Inoue
Brass Band: SVOM (School Band of Veturbær and Miðbær)
Arrangement for Brass Band: Ingi Garðar Erlendsson
Conductors of the Brass Band: Ingi Garðar Erlendsson and Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir
Stage Manager: Laufey Haraldsdóttir
Stagehand: Heba Sól Baldursdóttir
Assistance with Sign Language Interpretation: Margrét Baldursdóttir
Assistance with Costumes, Set, and Props: Helga Jóakimsdóttir and Alexía Rós Gylfadóttir
Special Thanks: Hlynur Páll Pálsson, Una Björg Bjarnadóttir, Charmene Pang, and the actors in the original production in Freiburg.