Skjámynd 2025-10-02 172715.png

Áhugaleikhús atvinnumanna

Áhugaleikhús atvinnumanna 20 ára afmælis gjörningur! (IS)
KÆRLEIKS GJÖRÐ
Sunnudagur 16. nóvember 15:00 - 16:00
Dansverkstæðið, Hjarðarhagi 47

Frítt
Aðgengi: Í Dansverkstæðinu er hjólastólaaðgengi.

Þau stukku fram á sjónarsviðið árið 2005 á hápunkti efnahagsbólunnar. Þau unnu saman í áratug og kvöddu þegar þau höfðu frumsýnt síðasta verkið í fimmverka röð, Ódauðleg verk, um eðli mannsins árið 2015. Bók fylgdi í kjölfarið árið 2016. Síðan liðu tíu ár í þögn. Nú sameinast Áhugaleikhús atvinnumanna á ný til að fagna tuttugu ára afmæli sínu.
Afmælisveislan er klukkutími af upprifjun, pælingum og ærslum. Ævinlega tortryggin á kapítalisma og markaðsdrifna list endurheimtir hópurinn sviðið sem vettvang umhyggju, samstöðu og andófs. Þessi endurkoma snýst ekki um vörumerki eða arfleið heldur um tengsl og samstöðu. Þetta partý er kærleiks gjörð.

Meðlimir: Aðalbjörg Árnadóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Kristjana Skúladóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jórunn Sigurðardóttir, Lára Sveinsdóttir, Magnús Guðmundsson, Orri Huginn Ágústsson, Ólafur Steinn Ingunnarson, Ólöf Ingólfsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson. 
Listræn ráðskona: Steinunn Knúts Önnudóttir.

MANIFESTO
Áhugaleikhús atvinnumanna er peningalaust leikhús
Við lítum á listsköpun sem rannsókn
Við lítum á vinnuna sem áhugamál
Við lítum á verk okkar sem samtal við áhorfandann en ekki neysluvöru
Við metum hugvit meira en peninga
Við vinnum í kosmísku flæði og höfum léttleikann að leiðarljósi


Professional Amateur´s 20 Years birthday happening! (IS)
AN ACT OF LOVE
Sunday 16th November 15:00 - 16:00
Dansverkstæðið, Hjarðarhagi 47

Free
Access: Dansverkstæðið has wheelchair access.

They crashed onto the scene in 2005 at the height of the economic bubble. They worked together for a decade, and bowed out when they had finished The Eternal Quintology in 2015. A book followed in 2016. Then ten years of silence. Now The Professional Amateurs reunite to celebrate their 20th birthday.
The birthday party is one hour of re-enactment, reflection, and craziness. Always suspicious of capitalism and market-driven arts, The Professional Amateurs reclaim performance as a site of care, collectivity, and resistance. This comeback isn’t about branding or legacy, it’s about refusing to disappear. It’s about connection and solidarity. This party is an act of love.

MANIFESTO
The Professional Amateurs is a money-free theatre
We see artistic creation as research
We see our work as a passion, not just a profession
We see our performances as a dialogue with the audience, not a consumer product
We value creativity over money
We work within a cosmic flow, guided by lightness and play

Members: Aðalbjörg Árnadóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Kristjana Skúladóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jórunn Sigurðardóttir, Lára Sveinsdóttir, Magnús Guðmundsson, Orri Huginn Ágústsson, Ólafur Steinn Ingunnarson, Ólöf Ingólfsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson. 
Artistic leader: Steinunn Knúts Önnudóttir.

Back to programme