Alter Eygló (IS)
ALTER EYGLÓ - FRUMSAMIN KARÓKÍTÓNLIST, FJÁRFESTING TIL FRAMTÍÐAR
Miðvikudagur 12. nóvember, 22:30 - 23:40
Iðnó
2900/4900/6900 ISK
Aðgengi: Í Iðnó er hjólastólaaðgengi.
Klassíska tónskáldið Eygló Höskuldsdóttir Viborg stendur á krossgötum. Hinn klassíski tónlistarheimur er harður húsbóndi og lítinn sem engan pening að hafa upp úr krafsinu. Hún hefur því samið átta popplög til að ná til fleiri eyrna og í von um að þau verði vinsæl á karókíbörum landsins. Í sýningunni mun hliðarsjálf hennar, Alter Eygló, flytja lögin ásamt því að velta vöngum yfir því hvernig hún eigi að ná endum saman af tónlistinni einni saman. Áhorfendur fara í ferðalag þar sem þeir líta í eigin barm varðandi neyslu á tónlist og vinnuna sem liggur á bakvið hana.
Eygló Höskuldsdóttir Viborg er með meistaragráðu í tónsmíðum frá New York University og meistaragráðu í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands. Á ferlinum hefur hún skrifað fjölda verka, meðal annars fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, JACK Quartet, Cauda Collective og Hljómeyki. Hún er í sviðslistahópnum Slembilukka og er meðlimur Tóma rýmisins. Í sviðslistum hefur hún unnið með hliðarsjálf sitt, Alter Eygló, sem skrifar og flytur frumsamin karókílög.
Aðstandendur: Hanna Ágústa Olgeirsdóttir. Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Jóhanna Viborg, Brogan Davison, Angela Rawlings & Hrefna Lind Lárusdóttir
Alter Eygló (IS)
ALTER EYGLÓ - ORIGINAL KARAOKE MUSIC, INVESTMENT TO THE FUTURE
Wednesday 12th November, 22:30 - 23:40
Iðnó
2900/4900/6900 ISK
Access: Iðnó has wheelchair access.
The contemporary concert composer Eygló Höskuldsdóttir Viborg is standing at a crossroads. The world of classical music is a ruthless boss and doesn’t exactly bring in the big bucks. She has written eight pop songs to get more listeners and in the hopes of them becoming popular karaoke tracks. In the show her alter ego, Alter Eygló, performs the songs while wondering how to make ends meet through music alone. The audience members are taken on a trip where they will take a hard look at their own consumption of music and the work that lies behind it.
Eygló Höskuldsdóttir Viborg has a Master of Music degree in Contemporary Concert Music from New York University, and a Master of the Arts degree in Performance Art from Iceland University of the Arts. She has written for the Iceland Symphony Orchestra, JACK Quartet, Cauda Collective and Hljómeyki. She is an active member of the performance group Slembilukka and of Tóma rýmið. In her solo performances she is currently working with her alter ego, Alter Eygló, who writes and performs original karaoke music.
Credit list: Hanna Ágústa Olgeirsdóttir. Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Jóhanna Viborg, Brogan Davison, Angela Rawlings & Hrefna Lind Lárusdóttir