Olga Dukhovna (UA)
HOPAK
Sunnudagur 16. nóvember 17:00 - 17:45
Staðsetning tilkynnt síðar
Frítt
Síðan 2022 hefur meðfram innrás Rússa í Úkraínu farið fram menningarstríð sem ætlað er að þurrka út úkraínska sjálfsmynd. Opinbera línan frá Rússlandi er sú að engin sérstök úkraínsk menning sé til. Hopak-verkefnið byggist á rannsóknum á hefðbundnum úkraínskum dönsum. Ekki er auðvelt að skilja á milli úkraínskra og rússneskra dansa í kjölfar aldalangrar, þvingaðrar aðlögunar, landvinninga, undirokunar og tungumálakúgunar. Hvernig myndu þessir dansar líta út í dag ef þeir hefðu fengið að þróast á frjálsan hátt? Hverju myndu þeir líkjast, hefðu þeir ekki verið kæfðir og and yfirgnæfðir?
Í verkinu Hopak er teflt saman sögulegri arfleifð og mínímalískri nálgun sem smækkar hvern dans niður í upphafspunkt hans. Þaðan eru skapaðir nýir dansar. Mögulega gætu þessar öldur, þetta stöðuga andsvar fortíðar og framtíðar, opnað okkur nýjar líkingar, hugmyndir eða óvænta merkingu.
Olga Dukhovna endurvinnur dans á sama hátt og aðrir endurvinna hluti; hún safnar þeim, umbreytir, veitir í nýjan farveg. Olga sem fæddist í Úkraínu og lærði í Brussel (P.A.R.T.S.) og Angers (CNDC) bræðir löngu gleymda þjóðdansa saman við nútímadans. Hún tekur öllum óvæntum árekstrum fagnandi. Í verkum hennar (Korowod, Hopak, Crawl) eru þjóðdansar afbyggðir til að leysa úr læðingi pólitískan kraft þeirra. Hún vakti athygli víða um heim fyrir Swan Lake Solo sem hún skapaði í herberginu sínu á tíma samkomutakmarkana. Hún stundar nú rannsóknir á flutningi og geymd hreyfinga.
Framleiðsla: C.A.M.P
Meðframleiðendur Théâtre Louis Aragon – National Stage for Art & Creation (Tremblay-en-France), Mille Plateaux - CCN La Rochelle, Le Triangle – Cité de la Danse (Rennes), Chorège – CDCN Falaise Normandie, Rencontres Internationales de Seine-Saint-Denis, La Maison CDCN Uzès, Le Petit Écho de la Mode.
Styrkt af Caisse des Dépôts et Consignations, Théâtre de Vanves and Le Triangle – Cité de la Danse in Rennes.
Þakkir til CCNRB – Collectif FAIR-E fyrir að útvega æfingarými.
Styrkt af the Institut Français
Danshöfundur: Olga Dukhovna
Túlkun: François Malbranque and Olga Dukhovna
Hljóðsamsetning: Dennis Weijers
Harmonikka: Eric Allard-Jacquin
Dramatúrg: Simon Hatab
Ljósahönnun: Erik Houllier
Búningahönnun: Soraya MoBé
Tæknistjórn: Denis Malard
Framleiðsla: Amélie-Anne Chapelain and Enora Floc’h – C.A.M.P
Sérstakar þakkir til François Maurisse, Julien Monty and Nicolas Marie
Ljósmyndari : Geoffrey Montagu
Olga Dukhovna (UA)
HOPAK
Sunday 16th November 17:00 - 17:45
Location TBA
Free
Since 2022, the Russian invasion of Ukraine has been accompanied by a cultural conflict aimed at eradicating any Ukrainian identity. Russia’s official discourse insists that a distinctly Ukrainian culture does not exist. The Hopak project is based on research into traditional Ukrainian dances. Distinguishing Ukrainian dances from Russian ones is not easy, due to centuries of forced cultural assimilation, territorial expansion, repression and linguistic oppression. What would these dances look like today if they had been able to develop freely? What would they resemble if they had not been stifled and dominated?
Hopak is a play between historical heritage and a minimalist approach, reducing each dance to its starting point. From there, it creates new ones. And it is possible that these waves, these constant back-and-forths between past and future, might open the way to metaphors, imagination, or unexpected meanings.
Olga Dukhovna recycles dance the way others recycle objects: she collects, transforms, diverts. Born in Ukraine and trained in Brussels (P.A.R.T.S.) and Angers (CNDC), she fuses forgotten folklore with contemporary dance, embracing improbable collisions. Her works (Korowod, Hopak, Crawl) deconstruct traditional dances to reveal their political charge, while her solo Swan Lake, crafted in her room during lockdown, gained international recognition. She is now pursuing research on the transmission and memory of movement.
Production: C.A.M.P
Co-production Théâtre Louis Aragon – National Stage for Art & Creation (Tremblay-en-France), Mille Plateaux - CCN La Rochelle, Le Triangle – Cité de la Danse (Rennes), Chorège – CDCN Falaise Normandie, Rencontres Internationales de Seine-Saint-Denis, La Maison CDCN Uzès, Le Petit Écho de la Mode.
With the support of Caisse des Dépôts et Consignations, Théâtre de Vanves and Le Triangle – Cité de la Danse in Rennes.
Thanks to CCNRB – Collectif FAIR-E for providing studio space.
The programming of this piece is supported by the Institut Français
Choreography: Olga Dukhovna
Interpretation: François Malbranque and Olga Dukhovna
Sound composition: Dennis Weijers
Accordion: Eric Allard-Jacquin
Dramaturgy: Simon Hatab
Light design: Erik Houllier
Costume design: Soraya MoBé
Technical direction: Denis Malard
Production: Amélie-Anne Chapelain and Enora Floc’h – C.A.M.P
Special thanks to François Maurisse, Julien Monty and Nicolas Marie
Photo credits : Geoffrey Montagu