Erna%2BO%25CC%2581marsdo%25CC%2581ttir%2Band%2BJo%25CC%2581hann%2BJo%25CC%2581hannsson%2B%25282002%2529%2B2.jpg

IBM 1401 A Users Manual

IBM 1401 - A User’s Manual (in memoriam)

Erna Ómarsdóttir & Jóhann Jóhannsson (IS)

Tjarnarbíó
Laugardaginn 18. nóvember - 19:30-20:15
4.900 kr

Aðgengi: Í Tjarnarbíó er hjólastólaaðgengi og aðgengileg klósett. 

IBM 1401, A User's Manual

IBM 1401, A User's Manual, samstarfsverkefni þeirra Jóhanns Jóhannssonar tónskálds og dansarans/danshöfundarins Ernu Ómarsdóttur var frumflutt árið 2002.

Árið 2017 tóku Erna og Jóhann að ræða um að taka þetta rómaða verk upp að nýju. Bæði voru þau full áhuga á að endurvekja árangursríkt samstarf, hjólin tóku að snúast og búið var að ákveða sýningar á verkinu þegar Jóhann lést í febrúar 2018.

Vinir og kollegar Jóhanns hafa nú tekið við tónlistarhluta verksins.

Með því að endurvinna verkið vill Erna Ómarsdóttir minnast samstarfsmanns síns til langs tíma og kærs vinar.

Um listamanninn
Erna Ómarsdóttir
er listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Síðan hún útskrifaðist frá Performing Arts Research and Training Studios í Brussell (P.A.R.T.S) undir leiðsögn Anne Teresa De Keersmaeker hefur hún starfað með danshöfundum á borð við Sidi Larbi Cherkaoui, Jan Fabre, Damien Jalet og Les Ballets C de la B. Hún hefur átt í samstarfi við Björk, Matthew Barney, Ben Frost, Gabríelu Friðriksdóttur, Jóhann Jóhannsson, Ragnar Kjartansson og Sigur Rós, meðal annarra listamanna. Erna hefur sex sinnum hlotið Grímuna fyrir dans og árið 2019 var hún tilnefnd til hinna virtu, þýsku sviðslistaverðlauna Der Faust fyrir sýninguna Rómeó og Júlíu sem þær Halla Ólafsdóttir danshöfundur settu upp í Gartnerplatsteater í München árið 2018. Sem sjálfstætt starfandi listamaður og listrænn stjórnandi ÍD hefur Erna skapað og leikstýrt fjölmörgum rómuðum verkum sem sýnd hafa verið víða um heim.

Danshöfundur og flytjandi: Erna Ómarsdóttir
Höfundur tónlistar: Jóhann Jóhannsson
Útsetning: Jóhann Jóhannsson og Arnar Bjarnason
Tónlistarflutningur: Ólafur Björn Ólafsson aka ÓBÓ


Erna Ómarsdóttir & Jóhann Jóhannsson (IS)

Tjarnarbíó
Saturday the 18th November - 19:30-20:15
4.900 ISK

Accessibility: Tjarnarbíó has wheelchair access and accessible toilets.

BM 1401, A User's Manual

IBM 1401, A User's Manual, a collaboration between composer Jóhann Jóhannsson and dancer/choreographer Erna Ómarsdóttir was first performed in 2002. 

In 2017 Erna and Jóhann started talking about the possibility of reviving this  much acclaimed piece. Both artists were very excited about revisiting a successful co-operation, wheels were brought into motion and performances had already been scheduled when, sadly, Jóhann Jóhannsson passed away in February 2018.

A couple of Jóhannsson’s friends and colleagues now have stepped in for the musical part of the piece.

With her re-working of the piece, Erna Ómarsdóttir commemorates a longtime collaborator and a dear friend.  

About the artist
Erna Omarsdottir is the artistic director of Iceland Dance Company. Following her studies at the Performing Arts Research and Training Studios in Brussels (P.A.R.T.S) under the direction of Anne Teresa De Keersmaeker, she has worked with choreographers such as Sidi Larbi Cherkaoui, Jan Fabre, Damien Jalet, and Les Ballets C de la B. She has collaborated with artists such as Björk, Matthew Barney, Ben Frost, Gabríela Fridriksdottir, Jóhann Jóhannsson, Ragnar Kjartansson and Sigur Rós. Omarsdottir is a six-time winner of Gríman, the Icelandic theatre award for dance, and in 2019 she was nominated for the prestigious German theatre prize Der Faust for her version of ‘Romeo and Juliet’, created together with choreographer Halla Olafsdottir for the Gartnerplatsteater in Munich in 2018. As an independent artist, and as the artistic director of Iceland Dance Company, Omarsdottir has created and directed a number of highly acclaimed works that have been shown internationally.

Choreographed and performed by Erna Ómarsdóttir 
Music composed by Jóhann Jóhannsson
Orchestrated by Jóhann Jóhannsson and Arnar Bjarnason
Music performed by Ólafur Björn Ólafsson aka ÓBÓ