REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL

- ÚNGLINGURINN Í RDF -

24. - 26. NÓVEMBER 2016

Únglingurinn í RDF er sérstök þriggja daga dans- og sviðslistardagskrá sem enginn táningur í Reykjavík ætti að missa af.  
Hátíðin býður hinum mögnuðu táningum borgarinnar upp á pakkaða dagskrá, fullri af villtum og ögrandi sviðslistaverkum eftir fremstu sviðslistamenn Reykjavíkur og Kanada. Verkin í þessari sérstöku dagskrá eru hugsuð fyrir unglinga og sum þeirra eru meira að segja flutt af unglingunum sjálfum.
Únglingurinn í RDF er hátíð full af hinu óvænta og nýjum upplifunum. Komdu með opinn huga, opið hjarta og hungur í það að skemmta þér - þú munt ekki sjá eftir því.

Og þú veist aldrei, en þessi upplifun gæti breytt lífi þínu, eða að minnsta kosti umbreytt heiminum í kringum þig - beint fyrir framan þig.

 

RDF for teenagers is a three day art program of dance and performance that no teenager in Reykjavík should miss.

Packed full of wild and daring performances by some of Iceland's finest artists (plus some amazing Canadians!), RDF for teenagers will bring the work of these amazing artists to the attention of Reykjavík's amazing teenagers.

RDF for teenagers will be a festival rich in surprises and new experiences. Come with an open mind, a open heart and a hunger to have fun – and you will leave with no regrets. And you never know – it might change your life – or even transform the world around you before your very eyes.

 

 

AH, YOU DON´T SPEAK ICELANDIC? PRESS HERE FOR MORE INFORMATION ON THE PROGRAMME

FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER

DARE NIGHT eftir MAMMALIAN DIVING REFLEX

 TJARNARBÍÓ – 20:00 - 22:00

,,Verið hugrökk! Verið óhrædd! Komið! Við mönum ykkur"

Dare Night er þátttökusýning búin til af hópnum Mammalian Diving Reflex og unglingum úr Reykjavík. Dare Night mun mana áhorfendur í að framkvæma eitthvað óhugsandi. Brjóta óskrifaðar reglur og lög samfélagsins með því að taka bráðfyndnum, hressandi og stundum hrikalegum áskorunum.  Dare Night umbreytir því ókunnuga með því að taka áhættur og með því að treysta hinum. En - mikilvægast - það hvetur okkur til þess að opna okkur fyrir hvort öðru, þó það sé bara fyrir þetta eina kvöld. Verið hugrökk! Verið óhrædd! Komið! Við mönum ykkur.   Höfundar:  Mammalian Diving Reflex, The Torontonians og reykvískir unglingar.   Flytjendur:  Unglingar frá Reykjavík   Miðaverð: 2.000.   VILTU KAUPA MIÐA? ÝTTU ÞÁ HÉR    ATH! Fyrir hvern keyptan miða máttu bjóða með þér allt að fimm unglingum! Nánari upplýsingar á miðasölusíðu hátíðarinnar og á midi.is   Viðburðurinn er í samstarfi við Meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. 

Dare Night er þátttökusýning búin til af hópnum Mammalian Diving Reflex og unglingum úr Reykjavík. Dare Night mun mana áhorfendur í að framkvæma eitthvað óhugsandi. Brjóta óskrifaðar reglur og lög samfélagsins með því að taka bráðfyndnum, hressandi og stundum hrikalegum áskorunum.

Dare Night umbreytir því ókunnuga með því að taka áhættur og með því að treysta hinum. En - mikilvægast - það hvetur okkur til þess að opna okkur fyrir hvort öðru, þó það sé bara fyrir þetta eina kvöld. Verið hugrökk! Verið óhrædd! Komið! Við mönum ykkur.

Höfundar: Mammalian Diving Reflex, The Torontonians og reykvískir unglingar.

Flytjendur: Unglingar frá Reykjavík

Miðaverð: 2.000.

VILTU KAUPA MIÐA? ÝTTU ÞÁ HÉR

ATH! Fyrir hvern keyptan miða máttu bjóða með þér allt að fimm unglingum! Nánari upplýsingar á miðasölusíðu hátíðarinnar og á midi.is

Viðburðurinn er í samstarfi við Meistaranám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. 

FÖSTUDAGUR 25.NÓVEMBER

GRRRRLS eftir ÁSRÚNU MAGNÚSDÓTTUR

&

HUGLEIÐINGAR UM MENNINGARLEGA FÁTÆKT í umsjón ERNU ÓMARSDÓTTUR, VALDIMARS JÓHANNSSONAR og ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS

TJARNARBÍÓ - 20.00 - 22.00

,,Að komast á aldur þýðir fyrir okkur epískar tilfinningar og að vera í svartholinu, þar sem hormónin breytast stöðugt"

Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannson vinna með Íslenska Dansflokknum að því að vekja Fórn til lífsins í samtali við Putrid Saphire, Gumma voodoo prest, hárgeiðslumann, einhyrning og með tónlist.

Allt sem við gerðum í gegnum unglingsárin var hægt að tengja við eitthvað lag sem við heyrðum. Lag sem að veitti okkur innblástur til þess að gera hluti sem við héldum að við myndum aldrei geta gert, lag sem lét okkur trúa því að heimurinn væri fullur af göldrum og undrum, lag sem var fyrir ofan allt annað og lag sem við rákumst á aftur og aftur á mismunandi stöðum lífsleiðarinnar.

Þú getur horft á og hlustað, en þú mundir njóta þess betur ef þú leyfir huganum að taka yfir og leiða þig áfram og taka þátt í verkinu. Spyrja spurninga og vera forvitin/n áður en líf þitt verður fullmótað í föst form og leiðin verður minna skrítin og fyllist af kaos.

Að komast á aldur þýðir fyrir okkur, epískar tilfinningar, vera í svartholinu þar sem hormónin breytast stöðugt. Tónlist var eitthvað yfirnáttúrulegt fyrir okkar kynþroska sál, andleg og óþekkt, tónlistin var okkar guð.

Umsjónarmenn: Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson.

Ljósmynd: Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, úr verki Gabríelu Friðriksdóttur

Miðaverð á staka sýningu: 2.000

VILTU KAUPA MIÐA? ÝTTU ÞÁ HÉR

Miðaverð á DOUBLE BILL: 3.000

VILTU KAUPA MIÐA Á DOUBLE BILL? ÝTTU ÞÁ HÉR

ATH! Fyrir hvern keyptan miða máttu bjóða með þér allt að fimm unglingum! Nánari upplýsingar á miðasölusíðu hátíðarinnar og á midi.is

 

GRRRRLS eftir ÁSRÚNU MAGNÚSDÓTTUR

,, það eru bara við sem getum verið unglingsstelpur og bara við sem vitum hvað það þýðir"

Grrrrrrls- Steve Lorenz.jpg

Við það að verða 13 ára breyttist allt. Við urðum unglingar, við fengum vandamál, við urðum elskaðar og svo urðum við elskaðar aftur af einhverjum öðrum. Við fengum að vita hluti um hluti sem þú munt aldrei fá að vita, af því við erum unglingsstelpur og það er ekki eitthvað sem hver sem er getur sagt. Af því það eru bara við sem getum verið unglingsstelpur og bara við sem vitum hvað það þýðir.

Hvað þýðir feminísk samstaða fyrir hóp af unglingsstelpum í dag? Ásrún leitar svara ásamt stórum hópi unglingsstelpna. Hvað þýðir það fyrir þessar stelpur að hafa eina sameinaða rödd? Hvað eiga þær að segja? Hvaða merkingu hefur það fyrir þær að standa saman? Hvernig eiga þær að standa? Hvað þýðir það fyrir þær að vera saman, að standa upp fyrir hvorri annarri, að vera ein fyrir alla - allar fyrir eina. Þær munu dansa í gegnum þessar spurningar og fleiri spurningar og þannig reyna að svara einhverjum þeirra.

Danshöfundur: Ásrún Magnúsdóttir

Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts

Framleiðandi: Reykjavík Dance Festival.

Flytjendur og meðhöfundar : Alexandra Sól Anderson, Ásta Indía Valdimarsdóttir, Dagný Björk Harðadóttir, Erla Sverrisdóttir, Gunnhildur Snorradóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hrefna Hreinsdóttir, Katla Sigurðardóttir, Lísbet Sveinsdóttir, Marta Ákadóttir, Nadja Oliversdóttir, Ólína Ákadóttir, Jóhanna Friðrika Weisshappel, Rakel Pavasri Kjerúlf, Salóme Júlíusdóttir, Tindra Gná Birgisdóttir, Una Barkadóttir, Unnur Hlíf Rúnarsdóttir, Valgerður Birna Jónsdóttir.

Ljósmynd: Steve Lorenz

Miðaverð á staka sýningu: 2.000

VILTU KAUPA MIÐA? ÝTTU ÞÁ HÉR

Miðaverð á DOUBLE BILL: 3.000

VILTU KAUPA MIÐA Á DOUBLE BILL? ÝTTU ÞÁ HÉR

ATH! Fyrir hvern keyptan miða máttu bjóða með þér allt að fimm unglingum! Nánari upplýsingar á miðasölusíðu hátíðarinnar og á midi.is

 

LAUGARDAGUR 25.NÓVEMBER

LISTMUNDUR - LISTIN SEM HREYFIAFL

HARPA -13:00 - 15:00

 ,,Rými fyrir ungt fólk til að fá innblástur, hugsa og tjá sig um listina sem hreyfiafl, rými til að láta rödd sína heyrast og mynda drauma um framtíðina"

thjodfundur_230609.jpg

Reykjavík Dance Festival kynnir í samstarfi við Hörpu:

Sem partur af nóvember útgáfu RDF, býður hátíðin ungmennum Reykjavíkur til listaþjóðfundar, þar sem rætt verður um möguleika listarinnar til breytinga, á okkur sjálfum, hvort öðru, og samfélaginu í kringum okkur. Auk þess munu taka þátt fremstu aktívistar og listamenn þjóðarinnar á sviði tónlistar, myndlistar og sviðslista.

Listmundur er rými fyrir ungt fólk til að fá innblástur, hugsa og tjá sig um listina sem hreyfiafl, rými til að láta rödd sína heyrast og mynda drauma um framtíðina.

Listmundur er fyrsta tilraun RDF til að skapa vettvang fyrir ungt fólk og hugmyndir þeirra um list og möguleika hennar. Markmið viðburðarins er bæði að safna og miðla hugmyndum ungs fólks sem og að styðja þátttöku þeirra í samfélagsumræðunni almennt.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt sendu okkur línu á info@reykjavikdancefestival.is.

 

ÞRI 15.NÓV - FÖST 18. NÓV.

DANSAÐU FYRIR MIG (SÝNINGARFERÐ)

,,Einstakt tækifæri fyrir grunnskólanema í Reykjavík til að upplifa þetta einlæga og bráðfyndna leikhúsverk um að þora láta drauma sína rætast"

Copy of Photo3-Pétur Ármannsson.jpg

 Í nóvember mun verkið Dansaðu fyrir mig vera sýnt í skólum Reykjavíkurborgar fyrir nemendur í 8. til 10. bekkjar Verkefnið er unnið í samstarfi við List fyrir Alla.

Ármann Einarsson er þriggja barna faðir og býr á Akureyri. Hann er 51 árs gamall, 172 sentímetrar á hæð og með ansi myndarlega bumbu.

Fyrir fjórum árum síðan kom Ármann að máli við tengdadóttur sína, danshöfundinn Brogan Davison, og skýrði henni frá því að sig hefði alltaf dreymt um að dansa samtímadans á sviði. Úr varð að þau Brogan og Ármann sömdu dansverk sem þau frumsýndu á Akureyri árið 2013, en nú vill Ármann elta drauminn sem lengst og dansa fyrir sem flesta. Ármann hefur dansað yfir þriðja tug sýninga í sex mismunandi löndum og virðist draumurinn heldur betur vera að rætast. Nú fá grunnskólanemar í Reykjavík einstakt tækifæri til að upplifa þetta einlæga og bráðfyndna leikhúsverki um að þora láta drauma sína rætast. Er dans fyrir alla?

danceforme.is

- ANNAÐ GOTT STÖFF -

ÁSRÚN MAGNÚSDÓTTIR, RÓSA ÓMARSDÓTTIR OG ALEXANDER ROBERTS

SECOND HAND KNOWLEDGE

FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER  & LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER – MENGI- 21:00 - 22:00

,,Hvert sækja íslenskir dansarar og danshöfundar sér innblástur? Hverjar eru straumar og stefnur? Hvaðan berst dansinn? Hvernig er íslenskur samtímadans?"

secondhandmynd.jpg

Secondhand Knowledge er óður til dansins, danssögunnar í heild sinni, helstu áhrifavalda og allra þeirra sem á undan komu og settu mark sitt á danssöguna. Ef þú ert áhugamanneskja um dans viltu ekki missa af þessu og ef þú hefur ekki áhuga á dansi mun hann birtast þér eftir þessa sýningu.

Rósa Ómarsdóttir, Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts hafa unnið með helstu dönsurum og danshöfundum á Íslandi og kannað hverjir helstu áhrifavaldar í dansheiminum hér eru en íslensk danssaga er talsvert frábrugðin danssögu evrópska meginlandsins. Hvert sækja íslenskir dansarar og danshöfundar sér innblástur? Hverjar eru straumar og stefnur? Hvaðan berst dansinn? Hvernig er íslenskur samtímadans?

Sýningin í Mengi er einn hluti af stóru verkefni en þau ferðast til annarra landa í Evrópu, sem einnig eru á útjaðri og gera sömu rannsókn. Þá hafa þau nú þegar farið til Grikklands og Danmerkur og næst á dagskrá eru m.a. Króatía, Noregur, Rúmenía og Lettland.

www.secondhandknowledge.com

Miðaverð: 2000 krónur.

FIM. 24. NÓV - LAUG. 26. NÓV

STEINUNN KETILSDÓTTIR

OVERSTATEMENT/  OVERSTEINUNN: EXPRESSIONS OF EXPECTATIONS

3 YFIRLÝSINGAR - 3 DAGAR

TÍMI OG STAÐUR TBC

,,Þetta verður heimsókn. Þetta verður rannsókn. Þetta verður tilraun. Þetta verður tillaga. Þetta verður tilkynning. Þetta verður kynning. Þetta verður yfirlýsing" 

Ég vil bjóða þér inn til mín og deila með þér rannsóknum mínum á væntingum. Þetta verður heimsókn. Þetta verður rannsókn. Þetta verður tilraun. Þetta verður tillaga. Þetta verður tilkynning. Þetta verður kynning. Þetta verður yfirlýsing. Þetta verða þrjár yfirlýsingar á þremur dögum. Þetta verða þrjár mismunandi yfirlýsingar á þremur mismunandi dögum. Þetta verður ekki sýning. Á eftir getum við spjallað. Ef þú vilt.

OVERSTATEMENT/OVERSTEINUNN: Expressions of Expectations er viðvarandi sólverkefni samið og flutt af mér sjálfri. Í gegnum röð yfirlýsinga, í bæði töluðu máli og líkamsmáli, tjái ég mig um væntingar mínar til performansins og flytjanda hans. Samtímis spyr ég spurninga og efast um þessar sömu væntingar. Þessar yfirlýsingar taka á sig margvíslegar myndir og form og eru settar fram á breytilega vegu, allt eftir tíma, rými og samhengi hlutanna. Frá upphafi verkefnisins hef ég gert fimm opinberar yfirlýsingar. Þessar opinberu yfirlýsingar eru aldrei eins, þær eru síbreytilegar og þróast og þroskast eftir því sem tímanum fleygir áfram og rýmið í kringum okkur hnikast til og mótast.

Hverjar eru væntingar okkar? Hvenær eru þær uppfylltar og hvenær verðum við fyrir vonbrigðum? Hvað þarf til? Hversu mikið eða lítið? Hvað er nóg? Ég hef miklar væntingar til þessa verkefnis. Hvað það verður. Hvað það verður ekki. Hvað það mun verða. Hvað það mun ekki verða. Hvað það ætti að vera og hvað það ætti ekki að vera. 

OVERSTATEMENT/OVERSTEINUNN: Expressions of Expectations er í stöðugri þróun og ég mun halda áfram að gera yfirlýsingar þar til það er nóg.

www.steinunnketilsdottir.com / steinunnketils@gmail.com

LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER

KATRÍN GUNNARSDÓTTIR

SHADES OF HISTORY

TJARNARBÍÓ - 20:30 - 21:30

" Líkamlegur blekkingarleikur, rekinn áfram af hinni innri þrá dansarans að hverfa á bak við hreyfingarnar sjálfar"

shades_c_Hörður_Sveinsson_1_landscape.jpg

26 ólíkir danshöfundar – frá Beyonce til Pinu Bausch. Hver er munurinn?

Shades of History er nýtt íslenskt dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur. Útgangspunktur verksins eru höfundareinkenni 26 ólíkra danshöfunda sem hafa haft áhrif á Katrínu gegnum tíðina.

,,Shades of History birtist okkur sem óþekktur og dáleiðandi sviðsgaldur. Líkamlegur blekkingarleikur, rekinn áfram af hinni innri þrá dansarans að hverfa á bak við hreyfingarnar sjálfar.

Dansandi líkami Katrínar, með allri sinni þörf fyrir hvíld, erfiðar til þess að gera sig ósýnilegan á bakvið töfra og blekkingu listdansins. Líkami sem óskar þess að þreytast aldrei, heldur að halda endalaust áfram i óendanlegu flæðandi flæði.

Katrín sækir efnivið verksins í sitt eigið líkamsminni, sem er ásótt af liðnum danssporum. Hún bregður upp myndum af hreyfingum og andardráttum úr sögu listdansins, efni sem hún hefur fengið að láni úr verkum annara danshöfunda síðustu 15 ár og unnið inn í sín eigin verk.

Í hjarta þessa blekkingardans verður til sjálfsmynd af listdansinum sjálfum og löngun hans til að vera hafinn yfir líkamann í órofnu, ólíkamlegu flæði hreyfinga"

www.katringunnarsdottir.com

Höfundur og dansari: Katrín Gunnarsdóttir
Leikmynd og búningur: Eva Signý Berger
Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson
Hljóð: Baldvin Magnússon
Dramatúrgísk ráðgjöf og texti : Alexander Roberts & Ásgerður G. Gunnarsdóttir
Aðstoðardanshöfundur: Védís Kjartansdóttir
Markaðsmál: Heba Eir Kjeld

Ljósmynd: Hörður Sveinsson

Stutt af: Sviðslistasjóði, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Dansverkstæðinu, ICE Hot, Dance Base Edinburgh og Reykjavík Dance Festival.

Miðaverð: 2.900isk -