FOR ENGLISH, PRESS HERE

REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL KYNNIR: 

- ÚNGLINGURINN Í REYKJAVÍK -

05. - 17. MARS 2018

Únglingurinn í Reykjavík er sérstök fjögurra daga dans- og sviðslistardagskrá sem enginn táningur í Reykjavík ætti að missa af.  Únglingurinn í Reykjavík er hátíð full af hinu óvænta og nýjum upplifunum. Komdu með opinn huga, opið hjarta og hungur í það að skemmta þér - þú munt ekki sjá eftir því.

Og þú veist aldrei, en þessi upplifun gæti breytt lífi þínu, eða að minnsta kosti umbreytt heiminum í kringum þig - beint fyrir framan þig.

Verkefnið er styrkt af Nordbuk - Nordic Culture Point, Reykjavíkurborg, APAP - Performing Europe og Mennta - og Menningarmálaráðuneytinu.

SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR

POOL PARTY

// Hvenær: 5. mars, 7. mars og 9. mars // Klukkan: 20:00 - 22:00 // Hvar: Vesturbæjarlaug // Tungumál: íslenska og enska // ÓKEYPIS VIÐBURÐUR //

POOL PARTY er í samstarfi við Vesturbæjarlaugina

Pool-Party-012.jpg

Vesturbæjarlaugin verður tekin yfir af unglingum í Reykjavík! Í boði verða tónleikar undir vatni, uppistand, gjörningar og föstudagspartý!

Þáttakendur eru meðal annars:  Kórus, ASDFHG, Elínborg Una Einarsdóttir, Les Coquettes, Atli
Finnsson, Sunna Axels og DJ Snorri Ástráðs

 

ALLAR MÍNAR SYSTUR

Anna Kolfinna Kuran og FWD Youth Company.

// Hvenær: 8.mars  //  Klukkan: 20;30 // @Hafnarhúsið
// Hvenær:  11.mars // Klukkan .17:00 // @Hafnarhúsið 

// Miðaverð:  1500kr 

Kaupið miða hér

A.jpg

Verkið "Allar mínar systur" er einskonar feminísk útópia sem tekur útgangspunkt frá nornum sem lækningakonur og hugmyndinni um Mæðraveldi. Gegnum samstöðu, auðmýkt og sköpunarkraft töfra nornirnar fram hvert ritúalið á fætur öðru og taka áhorfendur með í einskonar hugleiðslu eða sálarmeðferð. Verkið er innblásið af og óður til samtímans, til byltingarinnar sem á sér stað núna, til systralagsins, til fjórðu öldunnar, til þriðju, annarar og fyrstu aldanna.

FWD Youth Company er danshópur fyrir unga dansara sem er ætlaður þeim sem hafa góðan grunn í dansi, hafa lokið framhaldsbraut í listdansi og/eða hafa áhuga á að þróa sig sem danslistamenn. Danshópurinn er hugsaður sem einskonar brú eftir framhaldsnám áður en ungir dansarar halda í háskólanám eða taka fyrstu skrefin út í atvinnulífið. Hópurinn hefur fengið að halda starfsemi sína í húsnæði Klassíska Listdansskólans við Grensásveg 14 en er þó sjálfstætt starfandi verkefni utan námskrá skólans.

Danshöfundur/Hugmynd/Búningar: Anna Kolfinna Kuran

Flytjendur/Nornir: Alma Kristín Ólafsdóttir, Andrea Urður Hafsteinsdóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Guðrún Mist Hafsteinsdóttir, Halldóra Ósk Helgadóttir,  Lísandra Týra Jónsdóttir.
Þakkir: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir og
Carlo Cupaiolo.

Sýningin er Í samstarfi við Hafnarhúsið og Dansgarðinn

LES COQUETTES

// Hvenær: 8.mars // Klukkan: 19: 00 // @Hafnarhúsið  // Hvenær: 11.mars // Klukkan: 15:30 // @Hafnarhúsið

// Miðaverð:  1500kr. 

Kaupið miða hér

les coquettes 2.jpg

Les Coquettes eru níu stelpur sem semja saman, dansa saman og mynda eina heild. Les Coquettes eru kvenmenn nútímans. Okkur finnst gaman að vera stelpur og erum stoltar af því. Við erum stelpur sem daðra og hæðumst að þessum týpísku steríótýpum í nútímasamfélagi.

Danshöfundar og flytjendur:
Anna Guðrún Tómasdóttir, Diljá Sveinsdóttir, Helena Gylfadóttir, Júlía Hrafnsdóttir, Júlía, Kolbrún Sigurðardóttir, Karitas Lotta Tulinius, María Theódóra Jónsdóttir, Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir, Rebekka Gautadóttir

Sýningin er í samstarfi við Hafnarhúsið 

 

HLUSTUNARPARTÝ

// Hvenær: 9.mars og 10.mars //  16. mars og 17. mars // Klukkan: 17:00 //  @Kúlan, Þjóðleikhúsinu Lindargata 7 // Miðaverð : 2000 kr

Kaupið miða hér

 

Í samstarfi við Þjóðleikhúsið

ListeningParty6- Owen Fiene.jpg

Við ætlum að spila uppáhaldstónlistina okkar. Stundum syngjum við með eða dönsum með eða grátum með eða hvað sem er. Við ætlum að tala um tónlist og um okkur sjálf, okkar hugmyndir, áhyggjur, pælingar og drauma. Við ætlum að hanga saman, hlusta á tónlist saman og hlusta á hvort annað með áhorfendum. Við eigum sviðið, við höfum orðið, við höfum völdin og - jafnvel þó það sé bara á meðan á sýningunni stendur - þetta okkar partý og við megum gera það sem við viljum.

Danshöfundu: Ásrún Magnúsdóttir
Flytjendur og meðhöfundar : arta Ákadóttir, Lukka Mörk, Sverrir Gauti Svavarsson, Baldur Einarsson, Steinunn Þórðardóttir, Erna Benediktsdóttir, Haukur Guðnason, Sæþór Elí Bjarnason, Egill Andrason, Saga Klose, Karen Nordquist Ragnarsdóttir, Jón Karl Sigurðsson, Stefán Árni Gylfason, Theodór Pálsson, Lea Alexandra Gunnarsdóttir, Hanna Greta, Uloma Ousala, Ísafold Kristín, Lúkas Örvar Blurton, Emma Ýrr Hlynsdóttir, Óðinn Sastre, Þuríður Guðrún Pétursdóttir, Jana Ebenezardóttir, Viktoría Mist, Ilmur María
Arnarsdóttir, Sigríður Ragnarsdóttir, Aron Gauti, Arnór Máni Birgisson, Oliver Alí, Hringur Kjartansson, Karl Jóhann Jónsson, Ólafur Björgúlfsson, Halldóra Björg Einarsdóttir.
Tæknistjóri og ljósahönnuður: Alma Mjöll Ólafsdóttir
Ljósmyn: Owen Fiene

Verkið var frumsýnt á og framleitt af alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody ́s Spectacular. Það er partur af verkefninu ,,Um alla borg og upp á svið" sem er styrkt af Mennta - og menningarmálaráðuneytinu, Urban Heat og apap – Performing Europe 2020, sem eru bæði samfjármagnuð af Creative Europe dagskrá Evrópusambandsins. Verkið er sýnt í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

----------------------

AFRAKSTUR VINNUSTOFA

I samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús og Hitt húsið

ZINE ÚTGÁFA ÚNGLINGSINS

// Hvenær: 8. mars // Klukkan: 18:00 // @Hafnarhúsið // ÓKEYPIS VIÐBURÐUR

Við þurfum ekki lengur sama stuðning frá öðrum til þess að hugmyndir okkar geti orðið að raunveruleika. Internetið og samfélagsmiðlarnir hafa búið til nýjan raunveruleika. Það dugar að gera status eða hlaða upp mynd á samfélagsmiðlum til þess að tjá hugmyndir og skoðanir sínar. Við getum líka skilgreint okkur og okkar hugmyndir með litlu merki: #
Við ætlum að nýta tækifærið og kafa dýpra í # með þessi zine-i.

Leiðbeinandi: Helga Dögg Ólafsdóttir

ON BRAND

11.03.18 Kl. 13:00 til 14:30 Hafnarhúsið Ókeypis viðburður

OnBrand.jpg

Únglingurinn í Reykjavík í samstarfi við hönnunarstofuna USEE STUDIO frumsýna verkið ON–BRAND. Verkið sem samanstendur meðal annars af nýrri fatalínu er óður til hversdagslegra lífsskilyrða, s.s. Instagram vinsælda, kapphlaupsins við tímann og almenna umhyggjusemi við komandi kynslóðir.

 Leiðbeinendur: Halla Hákónardóttir og Helga Björg Kjerúlfs

Mynd: Owen Fiene

VINNUSTOFUR MEÐ SUPERAMAS

DRIFT-4-Web.jpg

Franski sviðslistahópurinn Superamas heldur vinnustofu með íslenskum ævintýragjörnum ungum manneskjum á aldrinum 16 til 25 ára sem munu taka þátt í nýju sviðslistaverki sem hópurinn er að þróa.
Sýningin er unnin með 4 hópum ungmenna í Frakklandi, Austurríki og Íslandi. Hver hópur býr til hluta af handritinu og sýningin verður sýnd í nóvember á alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody's Spectacular.

Upphafspunktur verkefnisins er leikritið Vanja frændi eftir Anton Checkov. Verkið mun þó ekki vera sviðsetning á þessu verki, heldur snýst það um að endurskapa þetta ,,gamla leikhús" með unga hugsjón, gleði og þor að leiðarljósi. 

Þetta verkefni er styrkt af apap - Performing Europe 2020, samfjármagnað af Creative Europe dagskrá Evrópusambandsins. 

Vinnustofan fer fram dagana

----------------------

LISTMUNDUR

Viðburðurinn er haldinn Í samstarfi við Norræna húsið

_MG_6866.jpg

Reykjavík Dance Festival í samstarfi við Norræna Húsið.

// Hvenær: 10. mars // Klukkan: 12:00 - 15:00 // ÓKEYPIS

Hátíðin biður ungmennum Reykjavíkur til listaþjóðfundar, þar sem rætt verður um möguleika listarinnar til breytinga, á okkur sjálfum, hvort öðru, og samfélaginu í kringum okkur. Auk þess munu taka þátt fremstu aktívistar og listamenn þjóðarinnar á sviði tónlistar, myndlistar og sviðslista. í ár munu Ása Hjörleifsdóttir, Hugleikur Dagsson, Króli og Korkimon taka þátt í Listmundi.

Listmundur er rými fyrir ungt fólk til að fá innblástur, hugsa og tjá sig um listina sem hreyfiafl, rými til að láta rödd sína heyrast og mynda drauma um framtíðina.

Listmundur er nú haldinn í annað sinn og er tilraun RDF til að skapa vettvang fyrir ungt fólk og hugmyndir þeirra um list og möguleika hennar. Markmið viðburðarins er bæði að safna og miðla hugmyndum ungs fólks sem og að styðja þátttöku þeirra í samfélagsumræðunni almennt.

Listmundur verður í ár haldinnð í gróðurhúsinu viðí Norræna Húsið. Griíll, göngutúr og innblástur! 

 

STARFSFÓLK ÚNGLINGSINS

 

Listrænir stjórnendur:   Alexander Roberts, Ásgerður Gunnarsdóttir

 Listrænt ráðgjafateymi unglinga:  Erla Sverrisdóttir, Marta Ákadóttir, Sunna Axelsdóttir, Una Barkardóttir, Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir

 Framleiðslustjórn:   Aude Busson, Kara Hergils Valdimarsdóttir.

Tæknistjóri:  Hafliði Emíl Barðason

Grafískur hönnuður:  Sveinbjörn Pálsson

Ljósmyndir: Owen Fiene

Vídeó: Carlo Cupaiolo