RDF_tix_long.jpg

RDF 2023 - Feminist Futures

RDF 2023 - Feminist Futures

Dagskráin í ár er innblásin af hugmyndinni um Feminist Futures og á hátíðinni er reynt að velta upp ýmsum hliðum á viðfangsefnunum inngildingu, umhyggju og sjálfbærni. Hin einstaka saga dansins á Íslandi er að uppistöðunni til saga kvenkyns og hinsegin líkama og radda. Hver eru þá betur til þess fallin að gefa okkur innsýn í mögulega feminíska framtíð?

Í ár geta gestir sótt Femínistaskólann (Feminist School) okkar endurgjaldslaust, sett sig í spor unglinga okkar tíma (Secrets – Ásrún Magnúsdóttir), þeirra sem ganga í gegnum tíðahvörf (When the Bleeding Stops – Lovísa Ósk Gunnarsdóttir) eða fólks sem nýtir dans sem sjálfsvörn (Repertório N.2 - Davi Pontes og Wallace Ferreira). Komið og rannsakið mögulega femíníska framtíð á trylltum pönktónleikum (Neind Thing - Inga Huld Hákonardóttir), í gegnum teknólífræna frásagnarlist (Fabulation - Bára Sigfúsdóttir og Orfee Schuijt) eða á viðburði til minningar um kæran vin og samstarfsmann (IBM 1401 – A User’s manual (in memoriam) - Erna Ómarsdóttir & Jóhann Jóhannsson). Dansið með fjölskyldu og vinum (Baby Rave - Dance For Me / DJ Ívar Pétur), bókið barnapíu til að missa ekki af bestu partýjunum í Reykjavík eða komið ykkur notalega fyrir og horfið á sunnudagsbíómynd (Post Performance Blues Band).

Hátíðin í ár er hluti af fjögurra ára verkefni, apap – FEMINIST FUTURES. Verkefnið er styrkt af Creative Europe og markmiðið er metnaðarfullt: Að hrinda af stað kröftugum samfélagsbreytingum með listsköpun. Ætlunarverkið er að takast á við misrétti í sviðslistum samtímans og nýta hugmyndir sem falla undir hugtakið samtvinnaður femínismi til þess að finna áþreifanlegar lausnir og auka vitund almennings.  (Meira um apap – FEMINIST FUTURES má lesa hér).

Miðvikudagur // Wednesday

Fimmtudagur // Thursday

Föstudagur // Friday

Laugardagur // Saturday

Sunnudagur // Sunday

Femínistaskóli // Feminist School